logo.png

Samtök skapandi greina vinna að því að efla skapandi greinar sem meginstoð í menningu, samfélagi, atvinnulífi, nýsköpun og þróun sjálfbærs samfélags á Íslandi til framtíðar.

 

Samtökum skapandi greina standa miðstöðvar lista og skapandi greina á Íslandi ásamt
stofnunum, fyrirtækjum, félögum og aðilum í hverri grein. Samtökin mynda breiða fylkingu
þeirra sem starfa í skapandi greinum í landinu.


Samtök skapandi greina vinna að sameiginlegri stefnumótun greinanna, í samstarfi við
opinbera aðila og íslenskt atvinnulíf. Meginmarkmið þeirra er að efla vægi skapandi greina í
hagkerfi landsins, og tryggja menningarlegt og samfélagslegt hlutverk þeirra.


Samtök skapandi greina stuðla að áframhaldandi rannsóknum á greinunum, tryggja að
þær njóti hagstæðra vaxtarskilyrða og að þau sóknarfæri sem liggja í skapandi greinum séu
nýtt í þágu lífsgæða og hagvaxtar.

 

Félagar í Samtökum skapandi greina

 

Samtök skapandi greina

hvetja fyrirtæki, fag- og stéttarfélög, félagasamtök og stofnanir í skapandi greinum á Íslandi til að sækja um aðild.
Umsóknir og nánari upplýsingar // stjorn@skapandigreinar.is


Undirbúningsstjórn vinnur að uppbyggingu samtakanna:
Auður Jörundsdóttir, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar
Birna Hafstein, FÍL-Félag íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum

Bragi Valdimar Skúlason, Samtónn
Halla Helgadóttir, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Sigtryggur Baldursson, ÚTÓN


Samtökin voru upphaflega stofnuð árið 2011. Stofnaðilar voru Samtónn, ÚTÓN, Íslensk tónverkamiðstöð, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Sviðslistasamband Íslands, KÍM - Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, Miðstöð íslenskra bókmennta, Hönnunarmiðstöð Íslands og IGI – Icelandic Gaming Industry (Samtök tölvuleikjaframleiðenda).